Innlent

Ung­lingar í Reykja­vík fá að sofa lengur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eflaust eru margir unglingar ánægðir með að fá að mæta seinna í skólan.
Eflaust eru margir unglingar ánægðir með að fá að mæta seinna í skólan. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024.

Stjórnendur hvers skóla fyrir sig munu síðan ákveða hvernig breytingin verður útfærð. Þeir muni fá að byrja daginn seinna en 8:50 ef það henti skólastarfi sínu.

Í tilkynningu um málið segir að þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar ekki nóg. Jafnframt stækkar sá hópur mikið milli ára.

„Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en ljóst er að tengsl svefns og andlegrar heilsu eru töluverð,“ segir í tilkynningunni.

Í kjölfar tveggja rannsókna varðandi svefnlengd unglinga í grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem stýrt var af Dr. Erlu Björnsdóttur, var samþykkt í borgarráði að hefja þriggja ára tilraunaverkefni um að seinka byrjun skóladags hjá unglingum.

Þá var starfshópur stofnaður til að leggja fram tillögu að framkvæmd og útfærslu seinkunarinnar, sem komst að niðurstöðinni sem fjallað er um hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×