Íslenski boltinn

Breiða­blik sigraði Bose-mótið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson skoraði í kvöld.
Jason Daði Svanþórsson skoraði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik sigraði Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bose-mótinu í knattspyrnu, lokatölur á Kópavogsvelli 3-1 Blikum í vil.

Bose-mótið er vanalega hluti af undirbúningstímabili liða hér á landi en þar sem Breiðablik er að keppa í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu þá er tímabilinu þeirra ekki enn lokið. Það virðist þó ekki sem það hafi verið nein þreyta í Blikum í kvöld sem unnu sannfærandi sigur.

Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum yfir eftir aðeins 18 mínútna leik. Mínútu síðar var staðan orðin 2-0, Ágúst Eðvald Hlynsson með markið. Staðan 2-0 í hálfleik en þegar tæp klukkustund var liðin kláraði Jason Daði Svanþórsson leikinn fyrr Breiðablik.

Erlingur Agnarsson minnkaði muninn fyrir Víking en nær komust gestirnir úr Víkinni ekki, lokatölur 3-1 og Blikar Bose-móts meistarar 2023.

Markaskorar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×