Íslenski boltinn

Kristinn heim í Kópa­vog

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristinn Jónsson í leik með Blikum á sínum tíma.
Kristinn Jónsson í leik með Blikum á sínum tíma. vísir/andri marinó

Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson er genginn í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks. Þessu greindi félagið frá á samfélagsmiðlum sínum.

Hinn 33 ára gamli Kristinn hefur undanfarin ár spilað með KR og varð til að mynda Íslandsmeistari með félaginu 2019. Hann varð einnig Íslandsmeistari með Blikum áður en hann hélt í atvinnumennsku árið 2014.

Þá færði hann sig um set til Svíþjóðar þar sem hann spilaði með Brommapojkarna. Einnig hefur hann spilað fyrir Sarpsborg 08 og Sogndal í Noregi.

Samningur Kristins við KR rann út á dögunum. Það fer tvennum sögum hvort Kristinn hafi viljað vera áfram í Vesturbænum en nú er hann snúinn aftur í Kópavog. Á hann eflaust að leysa Davíð Ingvarsson af hólmi en Breiðablik hefur tilkynnt að hann sé að leið frá félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×