Innlent

Flutninga­bíll á hliðina við Fitjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi á þriðja tímanum í dag.
Frá vettvangi á þriðja tímanum í dag. Sigurður Bergþórsson

Flutningabíll fór á hliðina við stóra hringtorgið við Fitjar á Reykjanesbraut við samnefndan bæ á leiðinni vestur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slasaðist enginn alvarlega.

Brunavarnir Suðurnesja sendu tvo sjúkrabíla og slökkviliðsbíl á staðinn.

Lokað er fyrir umferð í vestur og verður í nokkrar klukkustundir.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að Reykjanesbrautin sé lokuð umferð með akstursstefnu til vesturs frá Fitjum að Grænásbrekku. Gera megi ráð fyrir því að vegkaflinn verði lokaður í nokkrar klukkustundir. Umferð er beint inn í Njarðvík eða Ásbrú.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×