Veður

Lægð sækir að landinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kalt og vindasamt verður um allt landið um helgina.
Kalt og vindasamt verður um allt landið um helgina. Vísir/Vilhelm

Lægðir sækja að landinu um helgina og með þeim kalt loft um allt land. Djúp lægð var við Jan Mayen snemma í morgun og mun hún valda suðvestanátt með éljagangi sunnan og vestantil á landinu.

Úrkomulaust verður lengst af aðallega norðaustantil. Seinnipartinn fjarlægist lægðin og dregur þá úr vindi og éljum. Á morgun nálgast ný lægð úr suðvestri og henni fylgir rigning eða slydda með köflum, snjókoma í fjöllum og hærri hitastig.

Sú lægð færist norður á land með deginum og snýst í vestanátt með éljum og kólnun á ný. Á mánudag er svo vestlæg átt með éljum og lækkandi hitastigi.

Á suðvesturhorni landsins verða vindar á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu næsta sólarhringin og él sunnan- og vestantil. Hiti víða frá frostmarki í fimm stig en vægt frost norðaustanlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×