Innlent

Segja frum­varp gegn verk­falls­að­gerðum flug­um­ferðar­stjóra til­búið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigurður Ingi vildi ekki staðfesta að frumvarp væri tilbúið þegar eftir því var leitað.
Sigurður Ingi vildi ekki staðfesta að frumvarp væri tilbúið þegar eftir því var leitað. Stöð 2/Einar

Frumvarp um lög gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er tilbúið í innviðaráðuneytinu og líkur á að það verði lagt fram í vikunni.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir ónafngreindum heimildum. Blaðið segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hins vegar ekki hafa viljað staðfesta fregnirnar.

„Þess­um aðilum skal vera ljóst að það er eng­inn sér­stak­ur skiln­ing­ur meðal þjóðar­inn­ar á því að það sé skyn­sam­legt að vera í verk­falli rétt fyr­ir jól í kjöl­farið á nátt­úru­ham­förum sem hafa kostað sam­fé­lagið um­tals­vert. Fólk hlýt­ur að átta sig á því að það ber ábyrgð,“ hefur Morgunblaðið eftir Sigurði Inga.

„Ég held að sam­fé­lagið standi ekki sam­an um þetta verk­fall og þess vegna aug­ljóst að þess­ir aðilar eiga að setj­ast niður og semja. Þetta er síðasti samn­ing­ur­inn í lotu sem hófst fyr­ir meira en ári og all­ir hafa hingað til samið um kjör inn­an ákveðins bils og það hlýt­ur að vera það sem menn ættu að vera að tala um,“ segir ráðherra.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að víðtækur stuðningur sé við frumvarpið meðal þingmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×