Veður

Með kaldari desem­ber­mánuðum frá alda­mótum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var ansi kalt á Íslandi í desember.
Það var ansi kalt á Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm

Tíðarfar á Íslandi í desember var yfir heildina litið ágætur, lítið var um úrkomu og var hann hægviðrasamur. Þetta var einn kaldasti desembermánuður þessarar aldar. 

Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar í desember árið 2023. Meðalhiti í Reykjavík var -1,2 stig en á Akureyri -4,4 gráður. Kaldast var við Sátu norðan Hofsjökuls, -9,3 gráður, og hlýjast í Surtsey, þrjár gráður. 

„Desember var kaldur. Þó svo að kuldinn hafi ekki verið í neinni líkingu við kuldatíðina sem ríkti í desember í fyrra, þá var þetta með kaldari desembermánuðum þessara aldar. Meðalhiti var langt undir meðaltali á landinu öllu. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á norðanverðu landinu en hlýjast við suðurströndina,“ segir í yfirlitinu. 

Það var óvenjulega þurrt fram eftir mánuðinum á sunnan og vestanverðu landinu en það bætti í úrkomuna þegar líða tók á mánuðinn. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fjórtán í desember og 23 á Akureyri.

„Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 27,4 sem er 14,8 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1,1 sem er rétt yfir meðallagi áranna 1991 til 2020,“ segir í yfirlitinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×