Íslenski boltinn

Rosenörn semur við Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mathias Rosenørn er genginn í raðir Stjörnunnar.
Mathias Rosenørn er genginn í raðir Stjörnunnar. Vísir/Diego

Markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur samið við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningurinn gildir út tímabilið 2026.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu en Stjarnan á enn eftir að kynna hinnþrítuga Rosenörn til leiks. Hann kom hingað til lands fyrir síðustu leiktíð og stóð vaktina í marki Keflavíkur í Bestu deildinni. 

Þrátt fyrir fall stóð Rosenörn sig með prýði og var með betri markvörðum deildarinnar. Hann hefur nú samið við Stjörnuna og á að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni en sá átti frábært tímabil síðasta sumar.

Rosenörn er fæddur og uppalinn í Danmörku. Þar spilaði hann með Esbjerg, Brabrand, Skive og Thisted áður en leiðin lá til Færeyjar þar sem hann varð meistari með KÍ Klaksvík árin 2021 og 2022. Síðara tímabilið setti hann met þegar hann fékk aðeins á sig 7 mörk í 27 leikjum.

Stjarnan endaði í 4. sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð og tekur þátt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×