Innlent

Boða til skóla­verk­falls til stuðnings Palestínu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þriðjudaginn í þarnæstu viku ætla grunnnskólabörn að ganga úr tíma og fara á Austurvöll til að sýna Palestínumönnum stuðning.
Þriðjudaginn í þarnæstu viku ætla grunnnskólabörn að ganga úr tíma og fara á Austurvöll til að sýna Palestínumönnum stuðning. Samsett/Vilhelm

Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll.

Borið hefur á plakötum og dreifiblöðum sem búið er að hengja upp í Vesturbænum þar sem skólaverkfallið er auglýst.

Á plakatinu er skólaverkfallið auglýst þriðjudaginn 6. febrúar og segir að nemendurnir ætli að ganga úr tíma klukkan 10:30 og mæta á Austurvöll hálftíma síðar. 

Ef farið er inn á Instagram-síðuna „skolaverkfall_palestinu“ má sjá frekari upplýsingar um verkfallið. Þar eru tvær færslur, annars vegar færsla með plakatinu og hins vegar færsla þar sem því er lýst af hverju nemendur ætla í verkfall.

„Við erum nemendur úr Hagaskóla sem datt í hug að þetta skólaverkfall til að sýna stuðning Palestínu. Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×