Innlent

Bein út­sending: Kynning á niður­stöðum og út­hlutun úr Sam­starfi há­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1.590 milljónum króna.
Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1.590 milljónum króna. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, stendur fyrir fundi í dag þar sem hún kynnir niðurstöður og úthlutanir úr Samstarfi háskóla 2023.

Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að alls hafi borist 55 umsóknir fyrir tæpa fjóra milljarða króna.

„Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1.590 milljónum króna. Ætlun styrkjanna er að stuðla að auknu samstarfi háskóla með það að markmiði að auka gæði námsins og samkeppnishæfni skólanna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á sameiningar háskóla og mun ráðherra fjalla um áætlaðar sameiningar háskóla í kynningu sinni.

Verkefnið Samstarf háskóla er þegar fjármagnað af safnlið háskólastigsins en með því að ráðstafa framlögum af safnliðnum í gegnum Samstarfið verður fjármögnun á háskólastigi gagnsærri en áður,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×