Tíska og hönnun

Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Egill Ásgeirsson, jafnan þekktur sem Egill Spegill, er viðmælandi vikunnar í Tískutali.
Egill Ásgeirsson, jafnan þekktur sem Egill Spegill, er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Róbert Arnar

Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Egill er með einstakan, afslappaðan og töff stíl. Aðsend

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Mér finnst svo gaman hvernig allir geta bara túlkað hana á sinn hátt.

Tískan er tjáningarform hvers og eins og hefur Egill gaman að því. Aðsend

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Þær eru nokkrar. Svarta Wenger úlpan mín er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér á veturna, en svo á ég líka eina svarta stuttermaskyrtu sem ég klæðist rosalega oft þegar ég er að DJa. Hún er fullkomin upp á það að ég er fínn, mér líður þægilega og svo eru engar ermar að þvælast fyrir höndunum mínum.

DJ skyrtan hans Egils er þægileg á giggum. Aðsend

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Svona dags daglega eyði ég ekki miklum tíma í það, sérstaklega ekki á veturna. Þá er ég svolítið bara að klæða mig til að vera ekki kalt. En á sumrin er ég oft með einhver jakka og peysu combo sem að ég veit að virka vel saman.

En þegar mig langar að vera fínn get ég stundum eytt miklum tíma í það, sérstaklega þegar ég er búinn að vera með eitthvað í huga í smá tíma sem lúkkar svo bara hræðilega þegar ég fer í það. Þá get ég alveg tekið góðan hálftíma í að finna eitthvað annað sem passar sirka við það sem ég hafði hugsað mér.

Svartklæddir og stílhreinir. Egill ásamt DJ kollega sínum Danna Deluxe. Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

Úff, ég veit það ekki. Ég hef aldrei pælt í honum þannig séð, mér hefur alltaf bara fundist hann frekar basic. Ég er samt yfirleitt bara í flíkum sem mér finnst bæði flottar og þægilegar.

Egill velur sér flíkur sem honum finnst bæði flottar og þægilegar. Aðsend

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Já, ég hef alltaf verið eitthvað að breyta til. 

Hann er samt búinn að vera frekar stabíll síðan ég uppgötvaði það að versla í kvenmannsdeildunum í kringum 2019. Það er auðveldara að finna flottar flíkur þar.
Egill hefur í gegnum tíðina breytt til í tískunni en uppgötvaði svo að hann finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildinni.Aðsend

Nýturðu þess að klæða þig upp?

Já, mér finnst það ekkert eðlilega gaman. Ég fer aldrei út úr húsi án þess að vera sáttur með outfittið.

Egill segir ekkert eðlilega gaman að klæða sig upp. Aðsend

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?

Instagram, Tiktok, úti á götu, í raun bara alls staðar þar sem ég sé fólk í fötum.

Egill sækir innblásturinn alls staðar að. Aðsend

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Ég held að eina regla sem ég hef er að vera í góðum skóm dags daglega. Ég geng helst bara um í Hoka alla daga, annars eru fæturnir mínir í hakki í lok dags.

Þægilegir skór eru lykilatriði hjá Agli. Aðsend

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Ætli það sé ekki guli og svarti jakkinn sem ég var alltaf að plata fólk að klæðast í gamla daga.

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Niii, bara you do you.

Egill hvetur fólk til að gera sitt. Aðsend

Hér má fylgjast með Agli á samfélagsmiðlinum Instagram


Tengdar fréttir

Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni

Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið

Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“

Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali.

„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“

Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig

Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Bætti stílinn með því að fækka í fötunum

Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“

Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali.

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 

„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“

Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×