Íslenski boltinn

Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frá­bær upp­­hitun“

Aron Guðmundsson skrifar
Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta.
Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.

„Þessir þættir snúast um að gefa á­horf­endum inn­sýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undir­búnings­tíma­bili í heimi,“ segir Baldur í sam­tali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrr­verandi leik­maður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leik­menn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leik­menn að koma sér í form, æft í alls­konar veðrum við marg­breyti­legar að­stæður.

Við kíkjum meðal annars á ný­liðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður á­huga­verður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísa­fjarðar og kíkja nánar á undir­búnings­tíma­bilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver að­staða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í um­ræðunni, er.“

Rauði þráðurinn felst í viðtölum

Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjöru­tíu og fimm mínútur að lengd, verða á dag­skrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnu­dags­kvöld fram að móti og í þessari annarri þátta­röð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heim­sótt. Fyrsti þáttur er um undir­búnings­tíma­bil Stjörnunnar.

„Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðru­vísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru við­tölin sem ég tek, bæði við leik­menn sem og þjálfara. Við sjáum leik­menn líka í öðru um­hverfi utan fót­bolta­vallarins. Það eru mjög á­huga­verðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efni­legustu leik­mönnum sínum.“

Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi

Kitlar enn

Sjálfur á Baldur glæstan knatt­spyrnu­feril að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel um­hverfið í kringum fót­boltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þátta­gerð fót­bolta­manninn í honum.

„Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski að­eins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klár­lega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eigin­lega hættur. “

Að­spurður við hverju á­horf­endur mega búast, segir Baldur að um frá­bæra upp­hitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upp­hafi næsta mánaðar.

„Mér finnst þetta frá­bær upp­hitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næst­komandi. Við endum ein­mitt þátta­röðina á tveimur þáttum um páskana, föstu­daginn langa og páska­dag. Á þeim tíma­punkti verðum við búin að skyggnast á bak­ við tjöldin í undir­búningi sex liða í Bestu deildinni, sjá við­töl við þjálfara og leik­menn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnu­dags­kvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×