Innlent

Hugsan­lega ökklabrotinn ofar­lega á Esjunni

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn slasaðist ofarlega á Esjunni.
Maðurinn slasaðist ofarlega á Esjunni. Vísir/Vilhelm

Um klukkan 06 í morgun sendi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mannskap á Esjuna til þess að aðstoða mann, sem gæti verið ökklabrotinn ofarlega á fjallinu.

Í færslu slökkviliðsins á Facebook segir að björgunarsveitirnar Kjölur og Kyndill aðstoði slökkviliðið í því verkefni. Þá segir að að venju hafi verið mikið að gera hjá slökkviliðinu. Síðastliðinn sólarhring séu skráð 105 verkefni á sjúkrabíla, 48 á dagvaktinni og 57 á næturvaktinni.

Verkefni dælubíla hafi verið fimm, vegna viðvörunarkerfis, minniháttar elds utandyra, vatnstjóns og framangreinds slyss á Esjunni.

Þá hafi dagvaktin náð góðri æfingu, sem sjá má á myndskeiðinu hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×