Íslenski boltinn

FH vill Ísak Óla í mið­vörðinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Óli í leik með Esbjerg.
Ísak Óli í leik með Esbjerg. ESBJERG

FH vonast til að fá varnarmanninn Ísak Óla Ólafsson frá Esbjerg áður en Besta deild karla í knattspyrnu rúllar af stað. Það gengur þó illa að ná saman við dansak félagið.

Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Þar kemur fram að FH sé að reyna ná í hinn 23 ára gamla miðvörð sem hefur lítið fengið að spila með Esbjerg á yfirstandandi leiktíð en samt sem áður virðist danska félagið ekki vilja losa hann.

Ísak Óli er uppalinn í Keflavík og lék með liðinu sumarið 2021. Síðan hefur hann verið á mála hjá Esbjerg en þar áður var hann leikmaður Sönderjyske sem er einnig í Danmörku.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði við Fótbolti.net að Hafnfirðingar væru að reyna fá miðvörðinn í sínar raðir en það hafi einfaldlega gengið illa að ná samkomulagi við danska félagið.

„Eftir því sem ég best veit núna þá eru þeir í nokkurs konar greiðslustöðvun. Það er mjög erfitt að fá skýr svör varðandi það sem ég hef verið að senda á þá. Við erum að reyna að gera það sem við getum til að klára þetta áður en mótið byrjar.“

FH byrjar Bestu deildina með heimsókn á Kópavogsvöll þann 8. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×