Íslenski boltinn

HK sækir leik­mann sem hefur áður leikið með liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Helgi lék síðast í Færeyjum en hefur nú samið við HK.
Viktor Helgi lék síðast í Færeyjum en hefur nú samið við HK. AB Argir

Viktor Helgi Benediktsson mun leika með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum síðan á síðasta ári.

Hinn 25 ára gamli Viktor Helgi er uppalinn hjá FH en hefur einnig spilað með HK og ÍA hér á landi. Þá hefur hann leikið með Stord í Noregi, Villanova-háskólanum í Bandaríkjunum og AB Argir í Færeyjum.

Viktor Helgi færði sig um set til Færeyja á síðasta ári en honum tókst ekki að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í Betri deildinni, efstu deild Færeyja.

Viktor Helgi á að baki 16 leiki fyrir yngri landslið fyrir Ísland en hefur ekki enn spilað í efstu deild hér á landi. Það mun að öllum líkindum breytast í sumar.

HK hefur verið heldur rólegt á félagaskiptamarkaðnum og stefnir í strembið tímabil í Kórnum. Meira um það í komandi spá Vísis fyrir tímabilið sem rúllar af stað þegar styttast fer í mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×