Körfubolti

Martin með stoðsendinguna í troðslu ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin í EuroLeague. Hann átti góðan leik á móti Real Madrid í gærkvöldi.
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin í EuroLeague. Hann átti góðan leik á móti Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Regina Hoffmann

Khalifa Koumadje fékk góða aðstoð frá Íslandi þegar hann komst í sviðsljósið í Euroleague í gærkvöldi.

Koumadje spilar með þýska liðinu Alba Berlin sem var að mæta Real Madrid í Euroleague deildinni. Spænska stórliðið hafði betur eftir spennandi leik en Alba menn átti flottustu körfu leiksins.

Martin Hermannsson og Koumadje unnu þá frábærlega saman í vagg og veltu sem endaði með því að Martin keyrði inn í teiginn og fann Koumadje með frábærri sendingu.

Koumadje breytti sendingunni í stoðsendingu með því að troða boltanum viðstöðulaust í körfuna með miklum tilþrifum. Hann tróð þarna yfir Frakkann Vincent Poirier, fyrrum leikmann Boston Celtics og Philadelphia 76ers.

Það verður erfitt að finna flottari troðslu í Euroleague á þessu tímabili og hlýtir að gera tilkall til þess að vera troðsla ársins.

Hér fyrir neðan má sjá troðsluna frá nokkrum sjónarhornum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×