Íslenski boltinn

Sjáðu vítakeppnina og mörkin í fyrsta leik Gylfa með Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Ægir Pálsson hleypur til baka eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu sinni. Allir aðrir skoruðu í vítakeppninni.
Adam Ægir Pálsson hleypur til baka eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu sinni. Allir aðrir skoruðu í vítakeppninni. Vísir/Hulda Margrét

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Val urðu að sætta sig við tap í fyrsta keppnisleik hans með liðinu. ÍA vann sigur á Val í vítakeppni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta. Nú má sjá mörkin og vítaspynukeppnina úr leiknum inn á Vísi.

Albert Hafsteinsson kom Skagamönnum yfir á 13. mínútu eftir sendingu frá Arnleifi Hjörleifssyni en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin á 40. mínútu eftir stoðsendingu frá Jónatani Inga Jónssyni.

Þannig var staðan þegar flautað var til leiksloka en ekki er framlengt í undanúrslitum Lengjubikarsins heldur farið beint í vítakeppni.

Árni Marinó Einarsson varði fyrstu vítaspyrnu Valsmanna sem Adam Ægir Pálsson tók. Skagamenn tryggðu sér sigurinn með því að nýta allar fimm vítaspyrnur sínar. Arnór Smárason, Ingi Þór Sigurðsson, Viktor Jónsson, Oliver Stefánsson og Marko Vardic skoruðu allir.

Sigurður Egill Lárusson, Aron Jóhannsson, Lúkas Logi Heimisson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu úr fjórum síðustu vítum Vals en það dugði ekki.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin og alla vítaspyrnukeppnina.

Klippa: Mörkin og vítakeppnin í undanúrslitaleik Vals og ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×