Innlent

Sérsveitin kölluð til og maður hand­tekinn í Hag­kaup

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna manns með hníf í Hagkaup.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna manns með hníf í Hagkaup. Hagkaup

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu.

Vopnaðir sérsveitarmenn sáust á vettvangi en að sögn Helenar Rósar Sturludóttur, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, voru þeir kallaðir til vegna tilkynningar um mann í versluninni sem var sagður vopnaður hnífi. 

Aðgerðirnar hafi hins vegar verið á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttastofa hefur ekki náð í lögreglu.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×