Lífið

Palli snöggreiddist þegar hann var sakaður um að hafa verið tjokkó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll segist ekki hafa verið tjokkó.
Páll segist ekki hafa verið tjokkó.

Fyrsti þátturinn af Öll þessi ár fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2.

Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá þar til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.

Í gær var fjallað um árið 2000 og þar kom upp umræða um fyrirbærið tjokkó sem margir voru einmitt um aldarmótin.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir útvarpskona á Bylgjunni mætti og ræddi um þessa súkkulaðibrúnu karlmenn með strípur.

Edda vildi nú meina að Páll Magnússon hafi á sínum tíma einmitt verið tjokkó. Palli svaraði því um hæl, og sagði: „Nei!! Ég hef aldrei verið tjokkó, ekki frekar en þú hafi verið skinka.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur geta horft á hann í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Páll Magnússon hafnaði því alfarið að hafa verið tjokkó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×