Enski boltinn

Segir ekki satt að hann sé búinn að semja við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Ruben Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting CP og hann er sagður vera efstur á óskalista Liverpool.
 Ruben Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting CP og hann er sagður vera efstur á óskalista Liverpool. Getty/Gualter Fatia

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri portúgalska félagsins Sporting Lisbon, er ekki búinn að gera munnlegt samkomulag við Liverpool. Hann sjálfur hafnar þeim slúðursögum.

Amorim segir ekkert til í þeim fréttum um að hann væri búinn að samþykkja að taka við starfi Jürgen Klopp hjá Liverpool. Sky í Þýskalandi sló því upp í vikunni að Amorim og Liverpool væri búin að gera munnlegt samkomulag.

„Ég hef ekki farið í viðtal hjá neinu félagi og það er ekkert samkomulag til. Þetta er í síðasta skiptið sem ég mun ræða mína framtíð,“ sagði Amorim pirraður.

„Það eina sem ég hugsa um er að vinna titilinn með Sporting. Ekkert mun breytast,“ sagði Amorim.

Sporting er í efsta sæti portúgölsku deildarinnar og er með fjögurra stiga forskot á Benfica þegar sjö umferðir eru eftir.

Klopp tilkynnti í janúar að hann myndi hætta með Liverpol í sumar. Hann hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá því í október 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×