Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í beinni útsendingu um aukna áherslu forsætisráðherra á útlendingamálin. 

Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í dag þegar fertugur karlmaður réðist þar á fólk af handahófi. Átta eru á sjúkrahúsi, þar af níu mánaða gamalt barn sem hefur gengist undir skurðaðgerð. Mikill ótti hefur gripið um sig í Ástralíu.

Og í kvöldfréttunum verður fjallað um tregðu í samskiptaforritinu Messenger, sem truflað hefur marga undanfarið. Sérfræðingur segir ástæðuna nýlega öryggisuppfærslu og segir lausnina einfalda.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×