Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og mun Albert Jónsson utanríkis- og varnarmálasérfræðingur rýna í stöðuna í beinni útsendingu. 

Þá verður rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum sem segir að aldrei hafi fleirum verið vísað frá Íslandi við komuna á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári. Dæmi eru um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni.

Fjallað verður um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinsku sem þeir telja óþarfa. Meiri pappírsvinna þýði lengri biðlista.

Og við verðum í beinni útsendingu frá Bláa lóninu. Rýma þurfti lónið í morgun vegna mengunar frá eldgosinu á Reykjanesskaga. Þá hefur smáskjálftavirkni mælst á svæðinu í dag. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×