Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael í gærkvöldi. Fundurinn fer fram síðdegis og er haldinn að beiðni Gilard Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar. Við förum yfir stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þá verður rætt við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, sem fordæmir árásina. Hún segir alvarlegt sé að deilan sé að stigmagnast en hún vonar að árásum linni tafarlaust og allir aðilar sýni stillingu.

Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá huggnast honum ágætlega að Landsbankinn losi við tryggingarfélagið TM.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×