Íslenski boltinn

Þróttarar kjósa um nýtt merki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gamla og nýja merki Þróttar.
Gamla og nýja merki Þróttar. þróttur

Á auka aðalfundi Þróttar í Reykjavík á mánudaginn verður kosið um breytingu á merki og búningi félagsins.

Boðað hefur verið til auka aðalfundar hjá Þrótti mánudaginn 22. apríl. Þar kjósa fundargestir meðal annars um tillögu um að breyta merki félagsins.

Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980. Gunnar Baldursson teiknaði það.

Merkið er rautt og hvítt og í miðju þess er hvítur bolti og stafirnir KÞ sem stendur fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur.

Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess.

Tillaga að búningum með nýju merki. Þróttur

Engar rendur eru í nýja merkinu eins og því gamla og skjöldurinn hefur verið hannaður upp á nýtt. Boltinn í nýja merkinu byggir á boltanum í gamla merkinu og hægra megin í skildinum er stórt Þ en það form ku einnig sækja í útlínur bragga. Þróttur var stofnaður í herbragga við Ægissíðu 5. ágúst 1949.

Í kynningunni sem finna má finna á heimasíðu Þróttar er hægt að sjá hvernig nýja merkið kemur út á búningi og varningi tengdum félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×