Fótbolti

„Fyrst og fremst var þetta vinnu­fram­lag frá öllum“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Haraldur Freyr er þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét

Keflavík lagði Breiðablik af velli 2-1 þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Nettó vellinum í Keflavík í kvöld.

„Geggjaður leikur hjá okkur og mikil vinnusemi í strákunum og menn lögðu sig alla í þetta og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Frábært að vera í pottinum á morgun þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.“ Sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

Keflavík slógu Breiðablik úr leik og sagði Haraldur Guðmundsson að varnarleikurinn hafi verið grunnurinn að góðum sigri í kvöld.

„Það var varnarleikurinn fyrst og fremst. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum. Við skoruðum tvö glæsileg mörk og hefðum átt að skora 3-0 því að ég hef séð á myndum að það var aldrei rangstaða í því marki en fyrst og fremst var þetta bara vinnuframlag frá öllum og mikil barátta og því fór sem fór.“

Blikarnir komu Keflvíkingum þó ekkert á óvart í kvöld.

„Í sjálfum sér ekki. Við vissum alveg að Breiðablik er gott fótboltalið og yrðu mikið með boltann eins og varð raunin. Mér fannst þeir samt ekki skapa sér mikið. Þeir skora náttúrulega mark þegar við náum ekki að klukka þá og þeir ná að stimpla okkur og gott mark hjá þeim en annars fannst mér þeir ekki skapa sér mikið. “

Haraldi skynjaði þó ekkert vanmat frá Breiðablik í kvöld.

„Nei í raun ekki en kannski getur það alltaf legið í undirmeðvitundinni hjá mönnum þegar þeir eru svona stóra liðið á móti minni spámönnum. Þó þú ætlir þér ekki þá er það alltaf einhvernveginn aftast í hausnum á þér. Vanmat eða ekki vanmat, við allavega lögðum allavega upp með það sem við lögðum upp með og uppskárum góðan sigur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×