Innlent

Plokk­dagurinn mikli haldinn há­tíð­legur um land allt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Guðjón og Steinunn í Rotaryklúbbi Árbæjar.
Guðjón og Steinunn í Rotaryklúbbi Árbæjar. Steingrímur Dúi

Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana.

Rotarý hreifingin á Íslandi skipuleggur plokkdaginn mikla með aðstoð og atfylgi Landsvirkjunar og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins. Langflest sveitarfélög landsins taka þátt í verkefninu, þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn og dagana í kring til að taka til hendinni. Það sama á við um hverfa- og félagasamtök ýmiskonar.

Ómar Bragi formaður Rotary á Íslandi.Steingrímur Dúi

Rotaryklúbbur Árbæjar.Steingrímur Dúi


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×