Innlent

Skjálfti við Blá­fjöll í morgun og ó­breytt við Sundhnúk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
image
Jón Bjarni Friðriksson/Veðurstofan

Litlar breytingar hafa orðið á gosinu við Grindavík í nótt þótt kvikusöfnun haldi áfram og hægt hafi á landrisinu. 

Skjálfti upp á tæp þrjú stig reið síðan yfir í grennd við Bláfjöll í morgun en Minney Sigurðardóttir hjá Veðurstofunni segir það þekkt skjálftasvæði.

Minney segir að sérfræðingar búist við því að eitthvað gæti gerst á gosstöðvunum á næstunni, því kvikuhólfið sé að fyllast og í ljósi þess að dregið hafi úr landrisi. 

„En það er ómögulegt að segja til um hvenær eða hvað gerist, ogþað hefur bara verið tiltölulega rólegt í nótt,“ segir Minney. 

Aðspurð um skjálfta á sjötta tímanum í morgun sem mældist 2,9 stig og átti upptök sín 4,9 kílómetra suðaustur af Bláfjallaskála segir hún að örfáir eftirskjálftar hafi fylgt en bendir á svæðið sé þekkt skjálftasvæði og ekki óalgengt að þar komi svipaðir skjálftar og kom í morgun.


Tengdar fréttir

Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi

Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 

Hraun mjakast yfir varnargarð

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×