Jólasaga - Ragnar Jónasson

„Ég elska bækur, mér finnst svo gaman að halda á bókum og hugsa um bækur og hafa þær allt í kringum mig,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson sem er viðmælandi í Jólasögu. Ragnar hefur verið að skrifa og yrkja frá því að hann man eftir sér, skrifaði gjarnan ljóð fyrir afa sinn og ömmu í æsku og byrjaði að semja glæpasögurnar um tólf ára aldur. Ragnar er mikið jólabarn og segist sitja fast í jólahefðunum frá því hann var barn. Hann sækir mikinn innblástur til Agöthu Christie og segir nýjustu bók sína, Hvítalogn, einhvers konar ástarbréf til hennar. Í þættinum ræðir hann um jólin, bækurnar og skrifin, önnur verkefni á borð við leikritið Orð gegn orði og sjónvarpsseríu við bók hans Dimmu ásamt því að ræða um glæpasagnahátíðina Iceland Noir.

2385
14:18

Vinsælt í flokknum Jólasaga