Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“

    Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga

    Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur

    Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Settum tóninn strax í upphafi leiks“

    Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri

    Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gunn­leifur og Kjartan fylla skarð Ás­mundar

    Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu.

    Íslenski boltinn