Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Segir tengsl Bjarna hafa ráðið úrslitum

Áætlunarferðir Flugrútunnar eru undanþegnar virðisaukaskatti. Hópbílaleigan fékk ekki sérleyfisakstur milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur þrátt fyrir að vera með lægsta boð. Einn eiganda Hópbílaleigunnar segir ættartengsl skipta máli.

Innlent
Fréttamynd

Tillagan geirneglir ekki breytingar í Landmannalaugum

Umhverfisstofnun segir þátttöku í dómnefnd sem samþykkti umdeilda vinnings­tillögu um framtíðaruppbyggingu í Landmannalaugum ekki lýsa afstöðu til mögulegrar uppbyggingar. Aðeins sé um eitt skref í lengra skipulagsferli að ræða. Ferðafélag Íslands varar við hugmyndum um að færa þjónustusvæði ferðamanna frá núverandi svæði sem þegar hefur verið raskað og Náttúrufræðistofnun er sama sinnis.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um afdrif náttúrupassans

Þingmenn tókust á um það í hvaða nefnd ætti að vísa frumvarpi um náttúrupassa. Óvissa ríkir um afdrif þess og er andstaða við það í öllum flokkum. Mögulegt er að málið liggi í nefnd fram á haust. Ráðherra er opinn fyrir breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Strandaglópum var komið í gistingu

Hátt í 400 manns, aðallega námsmenn úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, urðu strandaglópar í Staðarskála í gærkvöldi eftir að Holtavörðuheiði varð ófær. Þeim var komið í gistingu í skólahúsnæði og heimagistingu í grendinni.

Innlent
Fréttamynd

Siglingar milli Reykjavíkur og Akraness gætu hafist á ný

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun um það að bæjarfélögin hefji sameiginlega skoðun á því hvort flóasiglingar á milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur geti verið góður valkostur í almenningssamgöngum.

Innlent