Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Vaknaði í angist alla morgna

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni.

Lífið
Fréttamynd

Þess vegna mun ég kjósa Katrínu

Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­dís á „innan við hundrað“ undir­skriftir eftir

Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar for­dóma­full um­mæli um pabba sinn

Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­liði Ís­lands

Fátt sameinar okkur Íslendinga meira, í gleði og sorg, en að fylgjast með og styðja íþróttafólkið okkar á stórmótum á alþjóðavettvangi. Við vitum hvað þau hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná í fremstu röð. Við erum stolt af þeim sem einstaklingum en kannski ekki síður sem Íslendingum því þau eru glæsilegir fulltrúar litla Íslands á stóra sviðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Að taka af­stöðu er einka­mál hvers og eins

Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi.

Innlent
Fréttamynd

Átta for­seta­efni klár með listana

Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir.

Innlent
Fréttamynd

Svona var Pall­borðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni

Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín á toppnum um allt land

Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Monica Lewinsky fór flatt á því að segja satt

Jón Gnarr hefur hrist upp í annars áferðarfallegum forsetakosningum. Helst ber á nöldri um hversu margir eru að sækjast eftir undirskriftum – þeir eru 81 þegar þetta er skrifað – en annars er kurteisin í fyrirrúmi. Þar til nú.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur úr ó­væntri átt

„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund tvö- til þre­faldar fylgi sitt

Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Baldur og Katrín halda for­ystunni

Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu.

Innlent
Fréttamynd

Lykilfólkið á bak við tjöldin hjá forsetaefnunum

Kanónur sem hafa áralanga reynslu af kosningabaráttum í bland við vini og fjölskyldu er uppistaða lykilfólks að baki forsetaframbjóðendum þetta árið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum forsetaframboða til Vísis.

Lífið
Fréttamynd

Hélt fram á síðasta dag að fram­boð Katrínar væri della

Jón Gnarr segir nýjar dyr hafa opnast í lífi sínu þegar hann uppgötvaði leiklist. Jón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að fram að því hafi hann verið orðinn úrkula vonar um að eitthvað yrði úr honum og að hann gæti yfir höfuð gert eitthvað af viti í lífinu. Hann lét framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta pirra sig.

Lífið
Fréttamynd

Harðari orð­ræða um út­lendinga stilli VG upp við vegg

Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kjós­endur hallast að Katrínu

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða.

Innlent