Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sprakk úr hlátri

Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.

Með hundruð sjálf­boða­liða í liði sínu

Halla Hrund Logadóttir vill með framboði sínu til forseta sá þeim fræjum að framtíðin verði ekki bara hennar kynslóðar heldur komandi kynslóða. Framtíðin eigi landið að.

Verði ekki meðvirk frekar en Ólafur Ragnar

Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.

Rifjaði upp þegar for­setinn bjargaði landinu

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.

Niðri fyrir vegna Út­laganna

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af.

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Komu litlum fiski­báti til bjargar

Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins.

Sjá meira