Fréttir af flugi

Fréttamynd

Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð

Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum.

Innlent
Fréttamynd

Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938

Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers.

Innlent
Fréttamynd

Biðja starfs­fólk að láta yfir­menn vita

Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum.

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun og flug­ferðum af­lýst fram yfir há­degi

Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum.

Veður
Fréttamynd

Nær öllu flugi af­lýst vegna ó­veðursins

Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. 

Innlent
Fréttamynd

Fuerteventura komin á fluglista PLAY

Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Innlent
Fréttamynd

Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík

Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir.

Innlent