Skipulag

Fréttamynd

Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu

Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Innlent
Fréttamynd

Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi

Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi.

Innlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn

Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða.

Skoðun
Fréttamynd

Vanda sig, takk!

Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Uppbygging hafin á fjölbreyttri byggð á Heklureit

Tæplega tvö hundruð íbúðir verða í fyrstu tveimur húsunum af fimm sem fyrirhugað er að reisa á Heklureitnum og verða tilbúnar eftir um þrjú ár. Skipulagið tengist einnig borgarlínu og uppbyggingu Hlemmtorgs í næsta nágrenni.

Innlent
Fréttamynd

Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgar­stjóri?

Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?”

Skoðun
Fréttamynd

Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum

Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykja­nes­bæ

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið.

Innlent
Fréttamynd

Bar að stöðva tæmingu Ár­bæjar­lóns tafar­laust

Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna.

Innlent
Fréttamynd

Loka Sorpu­stöðinni við Dal­veg í Kópa­vogi eftir tæp tvö ár

Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar ein helsta or­sök tíðra raf­magns­bilana

Bygginga­fram­kvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta or­sök ó­venju tíðra raf­magns­bilana sem hafa hrjáð íbúa mið­bæjar og Vestur­bæjar upp á síð­kastið. Veitinga­maður segist hafa tapað gríðar­legum fjár­munum vegna raf­magns­leysisins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Golf