Fangelsismál

Fréttamynd

Milljarða fram­kvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni

Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“

„Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen.

Innlent
Fréttamynd

„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“

Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. 

Innlent
Fréttamynd

Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla

„Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Meintur hand­rukkari aftur á bak við lás og slá

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“

„Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Staða kvenna í fangelsum verri en karla

Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“

Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 

Innlent
Fréttamynd

Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988

Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“

„Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að standa saman að bættum kjörum fanga

Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum.

Skoðun