Viðreisn

Fréttamynd

Þarf ég að ganga heim?

Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Refsivöndurinn hefur engu skilað

Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­vitað er verð­bólgan öðrum að kenna

Það er umhverfið og fyrri reynsla sem mótar hegðun samningafólks launþegahreyfingarinnar við samningborðið. Umhverfið sem við höfum búið við síðustu öldina er óstöðugleiki í efnahags-, gengis- og peningamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum

Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Evrópumet í vaxtahækkunum

Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bærar hval­veiðar?

Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Að kíkja í pakkann

Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum

Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Krist­rúnu fara með gamla tuggu úr Val­höll

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum.

Innlent
Fréttamynd

Gamalt handrit úr Valhöll

Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert.

Skoðun
Fréttamynd

Lýst eftir fjármálaráðherra

Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Spírallinn heldur á­fram

Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsanavillan við hvalveiðar

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hrói höttur ríka fólksins

„Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

Okur- og fá­tæktar­gildrunefnd bú­vara

Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag.

Skoðun
Fréttamynd

Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma

Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð

Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. 

Skoðun
Fréttamynd

Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu

Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Evrópskt hlað­borð eða súrt hval­kjöt?

Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín.

Skoðun
Fréttamynd

Að meðaltali frekar fínt

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Skoðun
Fréttamynd

Sterkasta vöru­merki ís­lenska heil­brigðis­kerfisins

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Þríhyrndur tangódans

Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta.

Skoðun
Fréttamynd

Tilboð fátæka mannsins

Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ó­sköp“

Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Trú á Ísland

Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika.

Skoðun