Hollywood

Fréttamynd

Brit­n­ey greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig

Banda­ríska tón­listar­konan Brit­n­ey Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. At­hæfið vakti heims­at­hygli en söng­konan segir nú í væntan­legri ævi­sögu sinni að það hafi verið sín við­brögð við ofsa­fengnum út­lits­kröfum.

Lífið
Fréttamynd

Yfir­gefur Taylor Swift fyrir ísraelska herinn

Ísraelskur maður sem gætti banda­rísku tón­listar­konunnar Taylor Swift á tón­leikum hennar í sumar hefur yfir­gefið Banda­ríkin og haldið aftur til síns heima, þar sem hann hyggst ganga til liðs við ísraelska herinn.

Lífið
Fréttamynd

Pi­per Lauri­e er látin

Banda­ríska leik­konan Pi­per Lauri­e, sem þekktust er fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum The Hustler og Carri­e en einnig sjón­varps­þátta­röðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Jada segir Chris Rock hafa boðið sér á stefnumót

Leikkonan Jada Pinkett Smith heldur því fram að grínistinn Chris Rock hafi boðið sér á stefnumót. Það hafi gerst þegar hún var gift Will Smith, en fyrr í vikunni greindi hún frá því að þau væru búin að vera skilin á borði og sæng í sjö ár.

Lífið
Fréttamynd

Skammast sín fyrir skyr­bjúgslagið

Bandaríska söngkonan Pink segist sjá eftir því að hafa gert lag um skyrbjúg undir lok þarsíðasta áratugs. Lagið gerði hún fyrir teiknimyndaþættina vinsælu um Svamp Sveinsson.

Lífið
Fréttamynd

Stefn­a á verð­hækk­un hjá Net­flix

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Valdeflandi og ómáluð Pamela í París

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ævintýraleg Íslandsferð Chris Hemsworth

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth og dóttir hans, India Rose, áttu ævintýralega daga á Íslandi síðastliðna viku þar sem ísklifur á Sólheimajökli, útreiðar og laxveiðar komu við sögu. Feðginin kvöddu klakann í gær þegar þau fóru með vél Icelandair til Oslóar.

Lífið
Fréttamynd

Notaður í aug­lýsingu með gervi­greind án leyfis

Tom Hanks hefur varað að­dá­endur sína við því að í um­ferð sé aug­lýsing á vegum trygginga­fyrir­tækis þar sem gervi­greind er nýtt til að nota leikarann í aug­lýsingunni. Þetta er án hans að­komu og sam­þykkis.

Lífið
Fréttamynd

Verk­fall­i hand­rits­höf­und­a af­lýst

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Chris Hemsworth á Ís­landi

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.

Lífið
Fréttamynd

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Tónlist
Fréttamynd

Hulk Hogan orðinn giftur maður

Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 

Lífið