Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ís­­lendingur lýsir á­standinu í New York sem súrrealísku

Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust.

Erlent
Fréttamynd

Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.

Lífið
Fréttamynd

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Örlagarík skilaboð: „Besta ákvörðun lífs míns“

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir tók örlagaríku ákvörðun fyrir tíu árum þegar hún lagði inn pöntun fyrir málverki hjá listamanninum Ella Egilssyni. Í dag eru þau búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, gift og eiga eina dóttur, Ignaciu, tveggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guar­dian

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 

Lífið
Fréttamynd

„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“

„Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis

Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að and­leg veikindi hafi tekið sig upp á ný

Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann dó sem hetja“

Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug.

Lífið
Fréttamynd

Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið

Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld.

Innlent