Stjörnubíó

Fréttamynd

Tár, bjór og flaksandi typpalingar

Síðasta veiðiferðin er nýjasta viðbótin við blómlega kvikmyndasögu þjóðarinnar. Það eru Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson sem skrifa og leikstýra í sameiningu sinni fyrstu leiknu kvikmynd.

Gagnrýni
Fréttamynd

Guð minn góður!

The Invisible Man í leikstjórn Leigh Wannell hefur nú verið tekin til sýningar. Þetta er hrollvekja sem byggir (mjög) lauslega á samnefndri nóvellu H.G. Wells frá árinu 1897.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bombshell kemur á óvart

Kvikmyndin Bombshell er byggð á atburðum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum Fox News í New York og segir frá þegar hópur kvenna sagði hingað og ekki lengra og kvartaði undan kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns stöðvarinnar, Roger Ailes.

Gagnrýni
Fréttamynd

Nýja Sandler-myndin eins og pizza með ananas

Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki er nú komin á streymisveituna Netflix. Bíðið þó eitt augnablik áður en þið annaðhvort hoppið hæð ykkur af gleði, eða hættið að lesa sökum velgju. Við þá sem eru aðdáendur Netflix-mynda Sandlers segi ég: Því miður, þetta er ekki gamanmynd. Við ykkur hin segi ég: Þetta er allt í lagi, hún er ekki ömurleg!

Gagnrýni
Fréttamynd

1917 rígheldur

Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í upphafi skal endinn skoða

Ragnar Bragason er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum, á því leikur enginn vafi. Eftir hann liggja frábærar kvikmyndir á borð við Börn og Foreldra, sem og Vaktaþættirnir, sem eru svo gott sem greiptir í þjóðarsálina. Ragnar virðist hafa einstakt lag á því að sanka að sér fólki og ná því besta út úr því. Því undraðist enginn að Magnús Geir Þórðarson, þáverandi Borgarleikhússtjóri, skyldi draga hann inn í leikhúsið til að skapa eldhúsvasksdramað Gullregn. Leikverkið hefur nú orðið að kvikmynd sem þessa dagana er sýnd í bíóum landsins .

Gagnrýni
Fréttamynd

Hlegið að nasistum

Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler.

Gagnrýni