Körfubolti

Fréttamynd

Tíundi sigur Miami í röð

Miami Heat heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda sigur í nótt þegar það bar sigurorð af Sacramento Kings, 109-107, á útivelli. San Antonio Spurs lagði Minnesota Timberwolves, 96-82, og Phoenix Suns vann Memphis Grizzlies, 109-102.

Sport
Fréttamynd

Englandsfararnir valdir

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og aðstoðarmaður hans Henning Heninngsson hafa valið þrettán manna landsliðshóp sem fer til Englands milli jóla og nýárs og munu spila þrjá æfingaleiki í Englandi, tvo opinbera landsleiki gegn Englandi og svo æfingaleik gegn úrvalsliði frá London.

Sport
Fréttamynd

Miami vann 9. leikinn í röð

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal lék ekki með sínum mönnum í Miami Heat aðfaranótt miðvikudags vegna meiðsla á kálfa.

Sport
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn með breyttu sniði

Hinn árlegi Stjörnuleikur körfuknattleikssambandsins verður haldinn laugardaginn 15. janúar 2005 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. KKÍ hefur efnt til <a href="http://www.kki.is/stjornuleikur.asp" target="_blank">netkosningar</a> á þeim leikmönnum sem taka eiga þátt í stjörnuleiknum sem að þessu sinni verður með breyttu sniði og af því tilefni  munu þau atkvæði sem þegar hafa borist ekki vera talin.

Sport
Fréttamynd

Nýr útlendingur til KR-inga

Bandaríkjamaðurinn Aaron Harper er genginn til liðs við körfuknattleikslið KR. Harper er 23 ára og kemur í stað Damon Garris en KR-ingar sögðu upp samningi sínum við hann.

Sport
Fréttamynd

Jermaine O Neal fékk bannið stytt

Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu.

Sport
Fréttamynd

Netkosning hófst í gær

Hinn árlegi Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands fer fram í Valsheimilinu 15. janúar næstkomandi. Auk leiksins verður troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni í hálfleik en stefna sambandsins er að gera daginn að fjölskyldudegi.

Sport
Fréttamynd

Gott ár að baki hjá Keflavík

Það er ótrúlega sigursælt ár að baki hjá kvennaliði Keflavíkur í körfunni því þær unnu alla fimm titla ársins og töpuðu aðeins einum af 35 leikjum sínum í deild, meistarakeppni, bikarkeppnum og úrslitakeppni.

Sport
Fréttamynd

Dallas burstaði New York

Sex leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Dallas Mavericks burstaði New York Knicks í Madison Square Garden 123-94. Josh Howard tók 16 fráköst og skoraði 26 stig en Dirk Nowitski kom næstur með 23 stig. Dallas náði mest 46 stiga forystu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Iverson með 51 stig

Allen Iverson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Philadelphia sem tapaði reyndar fyrir Utah Jazz með 103 stigum gegn 101 í NBA deildinni í nótt.. Þetta er annar leikurinn í röð sem Iverson skorar yfir 50 stig í leik og hann sá fyrsti sem afrekar þetta í NBA deildinni í fjögur ár.

Sport
Fréttamynd

Iverson með 51 stig gegn Jazz

Allen Iverson var fyrsti leikmaðurinn í fjögur ár til að ná því afreki að skora 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð í fyrrakvöld þegar lið hans, Philadelphia 76ers, mætti Utah Jazz í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Dregið í körfunni í gær

Bikarmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki í körfunni eiga erfiða leiki fyrir höndum í átta liá úrslitum Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar en dregið var í gær.

Sport
Fréttamynd

Hann er Corvette, ég er múrveggur

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag en þá munu Shaquille O´Neal og Kobe Bryant mætast í fyrsta sinn síðan O´Neal var skipt til Miami í sumar.

Sport
Fréttamynd

Yao Ming með 40 stig

Yao Ming og Tracy McGrady voru í miklu stuði aðfaranótt þriðjudags þegar lið þeirra, Houston Rockets, bar sigurorð af Toronto Raptors, 114-102, í NBA-deildinni í körfubolta.

Sport
Fréttamynd

Spree meiddur

Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota Timberwolves, meiddist í leik á föstudaginn var gegn Los Angeles Clippers í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Heat vann áttunda sigurinn í röð

Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat, unnu sinn áttunda leik í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið lagði nágranna sína í Orlando Magic, 117-107.

Sport
Fréttamynd

Carter kjaftaði frá kerfi

Vince Carter, sem nýlega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors.

Sport
Fréttamynd

Einn leikur í körfunni í dag

Einn leikur fer fram í 1. deild karla í körfubolta í dag. Í Valsheimilinu kl.16.00  mætast Valur og Stjarnan í 9. umferð. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Þórs frá Akureyri en Valsmenn eru í 4. sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Liðsstyrkur til Snæfellinga

"Við höfum séð hann spila og okkur líst vel á það sem við sáum og svo verður að koma í ljós hvort hann plumar sig hérlendis," segir Bárður Eyþórsson, þjálfari körfuboltaliðs Snæfells, en liðið fær liðsstyrk um áramótin þegar Bandaríkjamaðurinn Mike Aimes mun ganga til liðs við Snæfellinga.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík marði Hauka

Njarðvík vann nauman sigur á Haukum, 69-67, í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta á miðvikudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Bryant biður O´Neal afsökunar

Kobe Bryant biður miðherjann Shaquille O´Neal afsökunar á ummælum sínum um árið en tvímenningarnir léku saman í áraraðir með Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Grindavík vann ÍS

Grindavík bar sigurorð af ÍS, 67-55, í leik liðanna í 1. deild kvenna á miðvikudagskvöldið í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Landsliðið tilkynnt

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingaferð kvennalandsliðsins til Englands milli jóla og nýárs.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í körfunni í kvöld

Sex leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Haukar tóku á móti efsta liðinu, Njarðvík, og höfðu betur 91-83. Í keflavík sigruðu heimamenn Fjölni örugglega með 22 stiga mun, 96-74. KR tapaði heima fyrir Grindavík 90-94, ÍR sigraði Hamar/Selfoss 98-83, Skallagrímur vann KFÍ 98-82 á Ísafirði og loks sigraði Snæfell Tindastól á Króknum 96-72.

Sport
Fréttamynd

Keflavík vann Njarðvík

Keflavík lagði granna sína í Njarðvík að velli 78-73 í Intersport deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn sem var í beinni útsendingu á Sýn var æsispennandi. Keflavík var yfir í hálfleik 40-34. Njarðvík komst yfir 73-71 en keflvíkingar skoruðu sjö síðustu stig leiksins.

Sport
Fréttamynd

Ágúst þjálfar U-18

Ágúst Sigurður Björgvinsson hefur verið ráðinn þjálfari U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta en Ágúst þjálfar einnig hið unga og efnilega kvennalið Hauka.

Sport
Fréttamynd

Seattle vann Lakers

Seattle vann Los Angeles Lakers 108-93 í NBA deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Rashard Lewis skoraði 37 stig sem er það besta á hans ferli. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur. Þetta var átjándi sigur liðsins á tímabilinu en þeir eru með bestan árangur í deildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Jefferson og Stoudemire bestir

Richard Jefferson hjá New Jersey Nets og Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns voru valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar vikunnar frá 6. til 12. desember.

Sport
Fréttamynd

Erna Rún til ÍS

Erna Rún Magnúsdóttir, 19 ára körfuboltakona úr Grindavík, hefur ákveðið að breyta til og ganga til liðs ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta.

Sport
Fréttamynd

Sonics vann Lakers

Kobe Bryant og Ray Allen leiddu saman hesta sína þegar Seattle Supersonics tók á móti Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Sport