Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Áskoranir í viðræðum sem taki tíma

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg

Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Líst ekkert sérlega vel á að kjósa aftur

Fólk er almennt ekki sérlega spennt fyrir uppkosningu þrátt fyrir annmarka á talningu í Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdin þar hefur laskað traust almennings á kosningum ef marka má viðmælendur fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson

Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni.

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Innlent
Fréttamynd

Trú­boðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar

Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð.

Skoðun
Fréttamynd

Átta hafa kært framkvæmd talningar

Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum

Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Innlent
Fréttamynd

Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir

Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar.

Innlent