Íslenski boltinn

Fréttamynd

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við ræddum um starfslokasamning við þá“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að Keflvíkingar ætli að styrkja hópinn sinn í félagaskiptaglugganum sem opnar á næstu dögum en liðið er strax byrjað að losa sig við leikmenn til að gera pláss fyrir nýja.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti

Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Telma: Fannst ég eiga seinna markið

Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni: Þetta var erfiður sigur

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.

Fótbolti