Íslenski boltinn

Fréttamynd

ÍSLAND-UNGVERJALAND Í BEINNI !

<a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000201&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">FYLGIST MEÐ GANGI MÁLA Í LEIK ÍSLANDS OG UNGVERJALANDS Í UNDANKEPPNI HM Í BEINNI ÚTSENDINGU HÉR Á VÍSI.</a>

Sport
Fréttamynd

Sammer rekinn frá Stuttgart

Matthias Sammer var rekinn sem þjálfari Stuttgart eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta var tilkynnt í morgun en Stuttgart varð í 5. sæti og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Boltavakt Vísis - Dregið í leiknum

Dregið hefur verið í leik sem Vísir efndi til í tilefni opnunar Boltavaktarinnar. Tveir heppnir þátttalendur fengu miða fyrir tvo á landsleiki Íslands í undankeppni HM 2006, við Ungverjaland og Möltu. Fyrri leikurinn er á laugardag, 4. júní en sá síðari á miðvikudag, 8.júní. Vísir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þátttökuna í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Kluivert til Valencia

Hollenski landsliðsframherjinn Patrick Kluivert, sem leikið hefur með Newcastle undanfarin misseri, hefur samþykkt að skrifa undir þriggja ára samning við spænska liðið Valencia. Samningur Kluiverts við Newcastle rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

West Ham á eftir Heiðari

Enn harðnar samkeppni úrvalsdeildarliðanna um Heiðar Helguson því samkvæmt fréttavef BBC í morgun vill West Ham fá Heiðar í sínar raðir. Watford hafnaði á dögunum 120 milljón króna tilboði frá Sunderland og er talið að West Ham, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, ætli að bjóða betur.

Sport
Fréttamynd

Vísir býður á landsleikina

Í tilefni af opnun Boltavaktarinnar á vísi.is býður Vísir notendum sínum fjóra tvennumiða á landsleiki Íslands við Ungverjaland og Möltu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á visi.is, svara laufléttri spurningu úr Boltavaktinni og þá kemst fólk í pott sem síðar verður dregið úr. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er bent á að hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á boltavakt Vísis.

Sport
Fréttamynd

Við föllum vel inn í þennan hóp

Þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH, Kristján Finnbogason úr KR og Helgi Valur Daníelsson úr Fylki eru nokkuð sér á báti í íslenska landsliðinu því þeir eru einu leikmennirnir í hópnum sem leika með knattspyrnuliðum hérlendis. Fréttablaðið spurði þá félaga hvernig tilfinning það væri að vera einu heimamennirnir í hópnum.

Sport
Fréttamynd

Við erum sterkari en Ungverjar

Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir að Ísland eigi að leggja Ungverjaland að velli á góðum degi. Hann segir að í versta falli þurfi liðið að fá fjögur stig úr næstu tveimur leikjum en krafan er sex stig.

Sport
Fréttamynd

Eyðir sinni síðustu orku

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er uppgefinn eftir erfitt og langt tímabil með Chelsea. Hann hefur leikið 57 leiki í öllum keppnum í vetur en ætlar samt að gefa allt það sem hann á eftir í leikina gegn Ungverjalandi og Möltu.<font face="Helv"></font>

Sport
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Arsenal !

Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu upp úr kl. 20 í kvöld þar sem félagið opinberar afstöðu sína til dómsins yfir Ashley Cole varnarmanns enska knattspyrnuliðsins. Þar segir að hjá félaginu séu menn ánægðir með niðurstöðuna og taka fram að Arsenal vilji fyrir alla muni halda í leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Helgi Valur inn í stað Hjálmars

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var í gær valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ungverjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. Helgi Valur kemur inn fyrir Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð, sem á við meiðsli að stríða.

Sport
Fréttamynd

KSÍ safnar fyrir húsi í Úkraínu

SOS-barnaþorpin og KSÍ hafa hrundið af stað samstarfi sem miðar að því að taka þátt í alþjóðlegu verkefni með FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandinu. Markmiðið er að byggja 6 ný SOS-barnaþorp í heiminum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. Hlutverk Íslendinga er að safna fyrir að minnsta kosti einu húsi í barnaþorpi í Brovary í Úkraníu.

Sport
Fréttamynd

Chelsea, Mourinho og Cole fá sekt

Englandsmeistarafélag Chelsea, knattspyrnustjórinn þess Jose Mourinho og Ashley Cole leikmaður Arsenal fengu  nú undir kvöldið hæstu peningasektir sem sögur fara af hjá enska knattspyrnusambandinu. Sektirnar eru refsing fyrir að halda ólöglegan fund sín á milli og var Chelsea í dag fundið sekt um að ræða við samningsbundinn leikmann án leyfis.

Sport
Fréttamynd

VISA bikar karla í kvöld

Síðustu leikir forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu fara fram í kvöld og hófust allir kl. 20:00. Lið úr öllum deildum landsins verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin í hádeginu á morgun fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Freddy Adu til PSV?

Eftirsóttasti knattspyrnumaður í heimi, hinn 15 ára Freddy Adu er að öllum líkindum á leið til hollenska liðsins PSV Eindhoven ef marka má fréttir frá Hollandi og Bandaríkjunum. Adu sem leikur með DC United er gæddur undraverðum knattspyrnuhæfileikum. Kærasta hans býr í Eindhoven og hefur styrktaraðili félagsins, Philips, boðið pabba hans vinnu.

Sport
Fréttamynd

Ungverjar töpuðu fyrir Frökkum

Frakkar unnu Ungverja með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær, en Ungverjar mæta Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Grótta sló Skallagrím úr bikarnum

Í kvöld lauk forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu með sex leikjum en dregið verður í 32 liða úrslit í hádeginu á morgun fimmtudag. Óvænt úrslit voru ekki stórvægileg en Grótta sló út Borgnesingana í Skallagrími.

Sport
Fréttamynd

Nistelrooy í skiptum fyrir Eto´o?

Götublaðið <em>The Sun</em> greinir frá því að Manchester United hafi boðið Barcelona Ruud Van Nistelrooy í skiptum fyrir Samuel Eto´o. Ólíklegt er talið að Barcelona þekkist boðið en Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Eto´o verði aldrei seldur.

Sport
Fréttamynd

Owen með þrennu fyrir England

Michael Owen skoraði þrennu fyrir enska landsliðið sem lagði Kólumbíu í vináttulandsleik í New Jersey í kvöld, 2-3 en Englendingar eru á ferðalagi um Ameríku þess dagana. Peter Crouch var í byrjunaliði Englendinga í kvöld og lagði upp fyrsta mark Owen. Þá var David Beckham einnig í byrjunaliðinu. Þá unnu Frakkar sigur á Ungverjum,

Sport
Fréttamynd

Trapattoni fékk heimþrá og fór

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni fékk svo mikla heimþrá að hann er hættur sem knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica. Engu skipti þó Trappatoni leiddi liðið til sigurs í portúgölsku efstu deildinni sem er fyrsti landstitill félagsins í 11 ár.

Sport
Fréttamynd

Rio settir afarkostir

Manchester United selur Rio Ferdinand gangi hann ekki að nýju tilboði félagins sem hljóðar upp á 100 þúsund pund á viku. Þetta kemur fram í nokkrum breskum blöðum í dag.

Sport
Fréttamynd

Totti áfram hjá Roma

Francesco Totti fyrirliði Roma tók af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu þegar hann skrifaði undir brakandi nýjan 5 ára samning. Útlit var fyrir að "herra Roma" væri á förum frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Ungverjar mæta Frökkum í kvöld

Lið Ungverja sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli næsta laugardag mætir Frökkum í vináttulandsleik á Saint Symphorien leikvangi Mets í Frakklandi í kvöld. Byrjunarlið Ungverja gegn Frökkum í kvöld ætti að gefa ágæta vísbendingu um uppstillingu Lothar Matthaus  þjálfara liðsins á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Úrslit VISA bikarleikja kvöldsins

10 leikir fóru fram í Visabikar karla í knattspyrnu en forkeppni stendur nú yfir og lýkur á morgun. Leiknir Reykjavík var fyrsta lið til að tryggja sig í 32 liða úrslitin sem dregið verður í á fimmtudag. Ekkert var um óvænt úrslit en Njarðvík lagði Selfoss á útivelli, 0-3.

Sport
Fréttamynd

Becks: Glazer góður fyrir Man Utd

David Beckham hefur tekið upp hanskann fyrir bandaríska auðnjöfurinn Malcolm Glazer og segir að stuðningsmenn Man Utd þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. Beckham segir að hann eigi eftir að hafa góð áhrif á félagið en eins og kunnugt er ríkir gríðarleg andstaða meðal stuðningsmanna vegna kaupa Glazer á Man Utd.

Sport
Fréttamynd

Hamann vill nýjan samning

Dietmar Hamann olli í dag bæði Hamburg og Bolton miklum vonbrigðum er hann tilkynnti að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Edu til Valencia

Fyrrum miðvallarleikmaður Arsenal, Brasilíumaðurinn Edu, mun skrifa undir fimm ára samning við spænska stórliðið Valencia, en félagið greindi frá þessu í dag.

Sport
Fréttamynd

West Ham í úrvaldsdeildina

West Ham vann sér í dag sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári með 1-0 sigri á Preston í úrslitaleik umspilsins á Millennium Stadium í Cardiff. West Ham þurrkaði þar með út marktröðina frá því í fyrra er liðið tapaði í sama leik.

Sport
Fréttamynd

Henry og Forlan fá gullskóinn

Diego Forlan, framherji Villarreal, og Thierry Henry, framherji Arsenal, munu deila gullskónum fyrir að vera markahæstu menn Evrópu þetta tímabilið.

Sport
Fréttamynd

Villareal og Betis í forkeppnina

Síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fór fram um helgina. Villareal og Real Betis tryggðu sér 3. og 4. sætið í deildinni og taka því þátt í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Sport