Bandaríkin

Fréttamynd

Banda­ríkin höfða mál gegn Apple vegna ein­okunar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómarinn í skjalamálinu harð­lega gagn­rýndur

Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Játaði að hafa drepið þúsundir skalla- og gullarna

Bandarískur maður hefur játað að hafa skotið þúsundir verndaðra fugla á síðustu árum og selt fjaðrir þeirra og parta á svörtum markaði. Í skilaboðum til kaupanda talaði hann frjálslega um að hafa brotið lög og drepið marga fugla á skömmum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Valdefling kvenna – öllum til góðs

Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn.

Skoðun
Fréttamynd

M. Emmet Walsh látinn

Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Fresta aftur gildis­töku strangra laga í Texas

Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna.

Erlent
Fréttamynd

Þróa lestarkerfi fyrir tunglið

Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði sam­nemanda líf­láti

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

Segist nota ketamín gegn þung­lyndi

Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni.

Erlent
Fréttamynd

Frum­sýnir nýtt mynd­band: Auður orðinn Luthersson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. 

Tónlist
Fréttamynd

Ís­lendingurinn var hand­tekinn í Baltimore

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann

Athafnakonan, förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir er búsett í Miami í Bandaríkjunum. Hún horfir björtum augum á framtíðina ætlar sér að verða fyrsta íslenska konan sem kemst á lista Forbes.

Makamál
Fréttamynd

Líkti inn­flytj­endum við dýr í langri ræðu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Ó­jöfnuður - and­hverfa lýð­ræðis

Thomas Piketty, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans?

Skoðun
Fréttamynd

SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum.

Erlent
Fréttamynd

Blindi krókódíllinn Albert fjar­lægður úr sund­laug sinni

Lögregluþjónar í New York-ríki í Bandaríkjunum lögðu í vikunni hald á 340 kílóa krókódíl sem maður í ríkinu hélt ólögleg í bakgarði sínum. Maðurinn hafði útbúið sundlaug fyrir krókódílinn, sem heitir Albert, og sagður hafa leyft fólki og börnum að fara út í vatnið með dýrinu.

Erlent
Fréttamynd

„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“

Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi.

Erlent