Innlent

Fyrsti samningur sinnar tegundar

Ellefu vikna kennsla í almannatryggingarétti verður samkvæmt samningnum kjörgrein í framhaldsnámi við lagadeild Háskóla Íslands. Námskeiðið í almannatryggingarétti er tvískipt, fyrri hlutinn byggir á meginreglum, heimildum og túlkunum félagsmálaréttar. Síðari hlutinn fjallar um almannatryggingarétt með áherslu á íslenska lífeyriskerfið og réttinn til elli- og örorkulífeyris. Tryggingastofnun veitir samkvæmt samningnum nemendum í almannatryggingarétti aðgang að upplýsingum og gögnum stofnunarinnar og leggur þeim til vinnuaðstöðu og leiðsögn við gerð verkefna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×