Innlent

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur einnig boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Árum saman hefur verið stefnt að því að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Fyrstu nemendurnir í styttra námi byrja í því haustið 2009 samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru á borðinu. Fyrir fáeinum vikum fullyrti menntamálaráðherra að málið yrði afgreitt með lögum fyrir jól, en nú er hins vegar útséð með að það næst ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×