Innlent

Menntamálaráðherra efins um framhaldið

Menntamálaráðherra gaf til kynna að samræmd stúdentspróf yrðu lögð af í núverandi mynd.
Menntamálaráðherra gaf til kynna að samræmd stúdentspróf yrðu lögð af í núverandi mynd. MYND/GVA

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að samræmd próf í núverandi mynd, í framhaldsskólum heyri líklega sögunni til, hún var þó ekki reiðubúin að slá þau af fyrr en að höfðu samráði við fagaðila.

Framkvæmd samræmdra stúdentsprófa sætti harðri gagnrýni á Alþingi í morgun. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu og gagnrýndi prófin harðlega. Katrín Júlíusdóttir flokkssystir hans sagði þau skrípaleik og Dagný Jónasdóttir Framsóknarflokki sagði þau ekki ná tilgangi sínum þar sem framhaldsskólanemar tækju ekkert mark á þeim. Menntamálaráðherra rifjaði upp fyrri andstöðu sína við prófin og kvaðst efins á að þau myndu halda áfram í núverandi mynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×