Innlent

Öll undir sama þak

1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði.

Nemendur skólans skemmtu viðstöddum með söng og hljóðfæraleik en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók viðbygginguna formlega í notkun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×