Innlent

Svafa Grönfeldt er nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Dr. Svafa Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskóla Íslands í stað Guðfinnu S. Bjarnadóttur, sem hefur verið rektor skólans frá stofnun hans, 1998. Guðfinna hlaut 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í vor og fer því að öllum líkindum inn á þing fyrir flokkinn.

Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs HR tilkynnti starfsmönnum skólans þetta á fundi sem haldinn var klukkan 15:30 í dag

Svafa er doktor í vinnumarkaðsfræði og stjórnun frá London School of Economics. Hún lauk meistaranámi í stjórnunar- og boðskiptafræðum frá Florída Institute of Technology og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.

Svafa hefur verið lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í nær áratug og starfaði einnig um tíma sem lektor við viðskiptadeild HR. Svafa var jafnframt framkvæmdastjóri og meðeigandi Gallup (nú Capacent) í 9 ár og starfaði þar við rannsóknir og ráðgjöf fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Árið 2004 var Svafa ráðin framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis og árið 2005 varð hún aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×