Viðskipti innlent

Besti tíminn en „helvíti skítt“

Sylvía Hall og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun.
World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun. World Class

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum.

„Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu.

Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns.

Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class.

Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum.

„Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær.


Tengdar fréttir

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.

Grímuskylda í Herjólfi

Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
8
214.138
SIMINN
0,84
6
241.648
SYN
0,41
1
97
REITIR
0,2
1
509
ARION
0,14
12
114.562

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
6
122.400
SKEL
-1,17
8
93.642
ICEAIR
-1,1
16
2.659
FESTI
-0,87
4
69.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.